Partasala

Bílapartasölur hafa lengi haft það orð á sér að vera skítugir staðir, fullir af rusli.  Vissulega eru óhreinir hlutir í hillunum og ekki allra að sjá skipulagið á þeim.

Photo by Imthaz Ahamed on Unsplash

En ekki er allt sem sýnist. Bílapartasala er endurvinnsla í sinni björtustu mynd. Hvert stykki sem nýtist hefur margskonar áhrif.

Kolefnisfótspor

Fyrst má nefna umhverfisáhrifin. Ekki þarf að framleiða annað stykki með tilheyrandi mengun, ekki þarf að pakka því inn né flytja það yfir hafið. Þar að auki er einu stykkinu færra að farga. Umhverfisáhirf bílapartasölu eru því veruleg.Photo by Sam Bark on Unsplash

Hagræn áhrif

Einnig má nefna sparnað á gjaldeyri, ekki þarf að kaupa hlutinn erlendis frá. Að auki má nefna þann stóra hóp fólks sem hefur atvinnu af bílapartasölu, þetta er atvinnuskapandi grein.sharon-mccutcheon-556371-unsplash

Neytendavænt

Bíleigandinn fær varahlutina á lægra verði en þeir kosta nýir, það er búbót og ekki veitir af í þjóðfélagi þar sem allt kostar helling.

Að lokum má nefna að partasölur greiða fyrir bíla til niðurrifs. Það er betri kostur fyrir seljanda en að fara með bílinn til förgunar.approval-female-gesture-hand-41373

Í hnotskurn

Þegar upp er staðið eru bílapartasölur bæði umhverfisvænar og hagkvæmar fyrir neytandann sem og þjóðfélagið.

environment-Hand

%d bloggurum líkar þetta: